Stjarnan fær unglingalandsliðsleikmann á láni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þóra Hrafnkelsdóttir (Sævar Jónasson)

Vinstri hornamaðurinn, Þóra Hrafnkelsdóttir hefur verið lánuð til Stjörnunnar frá Haukum. Félagaskiptin gengu í gegn á föstudaginn og var Þóra í leikmannahópi Stjörnunnar í fyrsta sinn í sigri liðsins á Selfossi í 12.umferð Olís-deildar kvenna á laugardaginn.

Þóra kom hinsvegar ekkert við sögu í sex marka sigri Stjörnunnar, 34-28.

Þóra sem er uppalin í Haukum er fædd árið 2006 og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. Þóra hafði verið í leikmannahópi Hauka í 10 leikjum fyrr í vetur en fá tækifæri fengið og skorað eitt mark í vetur.

Stjarnan komst upp fyrir Selfoss með sigrinum á laugardaginn en liðið hafði verið á botni deildarinnar frá því að tímabilið fór af stað. Liðið hefur hinsvegar unnið tvo leiki í röð og mætir Fram í fyrsta leik 13. umferðarinnar á miðvikudagskvöldið. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top