Arkadiusz Moryto (Henning Bagger / Ritzau Scanpix / AFP)
Spánverjinn Jesus Javier Fernandez Gonzalez landsliðsþjálfari Póllands hefur loks valið 18 manna lokahóp sinn fyrir Evrópumótið þremur dögum fyrir fyrsta leik. Pólverjar verða aðrir mótherjar Íslands á mótinu en Pólland mætir Ungverjalandi á föstudaginn. Gonzalez fækkaði hópinn sem hafði æft saman undanfarið um tvo leikmenn. Markvörðurinn, Marcel Jastrzębski og línumaðurinn Sebastian Kaczor hafa þurft að yfirgefa leikmannahópinn eftir síðasta niðurskurð þjálfarans. Pólland og Ísland mætast á sunnudaginn 18.janúar í Kristianstad. 18 manna leikmannahópur Póllands má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.