Simen Lyse (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)
Norskir fjölmiðlar greina frá því að Simen Lyse muni yfirgefa Kolstad strax eftir Evrópumótið og ganga til liðs við PSG. Simen Lyse hafði skrifað undir samning við Paris Saint Germain sem átti að taka gildi næsta sumar en vegna fjárhagsvandræða Kolstad hefur félagið samþykkt tilboð frá PSG um að félagaskiptin gangi í gegn strax í janúar. Þetta er greint frá af bæði norska sjónvarpsstöðinni TV 2 og Adresseavisen. Norski landsliðsmaðurinn var kynntur í október sem leikmaður PSG og þá var tilkynnt að hann myndi spila út tímabilið í Kolstad. Sú áætlun hefur nú breyst. Í staðinn er búist við að Lyse gangi til liðs við franska stórliðið strax eftir Evrópumótið. Flutningurinn þýðir að Lyse mun ekki ljúka tímabilinu í Kolstad, þar sem hann hefur verið meðal aðalleikmanna liðsins í nokkur ár. Með Kolstad hefur hann unnið bæði deildina og bikarinn nokkrum sinnum og spilað þrjú tímabil í Meistaradeildinni. Hann hefur verið fastamaður í norska landsliðinu frá árinu 2023 og gera má ráð fyrir honum í lykilhlutverki með Noregi á komandi stórmóti sem hefst á morgun. Kolstad hefur verið í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár og tilkynnti fyrir jól að það stefndi í halla fjórða árið í röð. Á sama tíma hefur félagið leitað eftir því að lykilmenn liðsins taki á sig launalækkun í enn eitt skiptið en greint var frá því í síðustu viku að félagið og leikmenn hafi ekki komist að samkomulagi um launalækkun. Sú staða hefur sennilega ýtt undir það að Kolstad hafi neyðst til að samþykkja tilboð PSG um að fá Simen Lyse strax.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.