Stjarna Þjóðverja tjáir sig um ummæli sín gagnvart Alfreði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Juri Knorr (Sina Schuldt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Eftir slæmt tap gegn Serbíu í 2.umferð riðlakeppni Evrópumótsins leikur nú allt í lyndi í röðum Þjóðverja sem fara í milliriðilinn með tvö stig eftir sigur á Spánverjum í lokaleiknum.

Serbar töpuðu gegn Austurríki í lokaleiknum sem kostuðu þá sæti í milliriðil keppninnar. Spánverjar fara áfram en án stiga. 

Eftir sigurinn á Spáni í gær 34-32 var Juri Knorr spurður út í ummæli sín eftir tapið gegn Serbíu þar sem hann gagnrýndi Alfreð Gíslason í viðtölum.

Knorr vakti mikla athygli eftir tapið gegn Serbíu 27-30, þegar hann gagnrýndi leikskipulag og einkum spila tíma sinn á vellinum í þeim leik en hann var óánægður með að hafa þurft að sitja á bekknum á löngum köflum í leiknum, þá sérstaklega í seinni hálfleik en Knorr hafði spilað vel í fyrri hálfleik og Þjóðverjar voru með fjögurra marka forystu í hálfleik.

Eftir sigurinn á Spánverjum í gær var Juri Knorr spurður út í ummæli sín eftir leikinn gegn Serbíu. Hann vildi ekki gera mikið úr þeim ummælum og sagðist sjálfur hafa rætt við Alfreð um ummælin. 

„Ég vissi hvað yrði gert úr þessu og ég las eina eða tvær fréttir og fannst þetta ekki svo slæmt. Allir leikmenn verða pirraðir þegar þeir tapa leik og telja sig geta hjálpað til. Kannski ætti maður ekki alltaf að segja það sem maður vill segja,“ sagði Knorr og bætti við að gagnrýni eftir tapið væri eðlileg viðbrögð þegar leikmaður vill hjálpa liðinu og ná árangri.

Alfreð var sjálfur spurður út í þetta í viðtali við ZDF eftir leik.

,,Ég á alls ekki í neinum vandræðum með hann. Við tölum reglulega saman. Þess er krafist af öllum að þeir segi sína skoðun. Ég leit aldrei á þetta sem vandamál," sagði Alfreð í viðtalinu og bætti við að leikmenn ættu að hafa skoðanir.

Sven-Sören Christophersen sérfræðingur hjá ZDF og fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja tók undir þau orð Juri Knorr.

„Í fyrsta lagi er þetta réttmæt gagnrýni. Og gremja spilar líka inn í svo stuttu eftir leikinn. Sú leið sem hann valdi það er að fara í fjölmiðla, er nokkuð óheppileg og veldur óróa. Það hefði verið miklu skynsamlegra að taka á svona máli innbyrðis,“ sagði íþróttastjóri TSV Hannover-Burgdorf í viðtali við ZDF.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top