Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 14.umferð fari í Olís deild kvenna. Stjarnan – Haukar (Miðvikudagur 19:30) / Sigurvegari: Haukar Stjarnan töpuðu fyrir Fram í síðustu umferð meðan Haukar komust aftur á sigurbraut eftir sigur á Selfoss. Stjarnan hefur náð í 4 af 5 stigum sínum í síðustu þrem umferðum og hafa verið mikil batamerki á liðinu eftir að Hanna og Arnar tóku við liðinu. Haukar hafa einnig verið á góðu róli eftir landsleikjahléið og munu halda því góða gengi áfram í Garðabænum í kvöld og sigra. ÍBV– Valur (Laugardagur 14:00) / Sigurvegari: Valur Stórleikur umferðarinnar í beinni á Sjónvarpi Símans.Þessi lið munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor, það er ég viss um. Liðin hafa verið á toppi deildarinnar undanfarnar vikur. Markmenn liðanna hafa verið frábærir í vetur og mun markvarslan ráða úrslitum í þessum leik. Ég held að Hafdís hafi meiri reynslu af svona leikjum sem mun ráða úrslitum og Valur fari með stigin tvö frá Vestmannaeyjum. Selfoss – ÍR (Sunnudagur 15:00) / Sigurvegari: ÍR Bæði lið hafa ekki unnið leik í talsverðan tíma en eitthvað hlýtur að láta undan í þessum leik. ÍR mun mæta austur fyrir fjall og fara með bæðin stiginn í bæinn og vinna langþráðan sigur en síðasti sigur kom í nóvember 2025. KA/Þór – Fram (Sunnudagur 15:30) / Sigurvegari: Fram KA/Þór hafa unnið 3 af 5 sigrum sínum á heimavelli í vetur svo þær horfa í þennan leik sem möguleika á sigri eftir erfiðan leik gegn Val um síðustu helgi. Matea Lonac var fyrir slæmum meiðslum í síðasta leik og óvíst hvort hún verði klár í þennan leik. Ég held að Fram stelpurnar hefni fyrir tapið í fyrri umferðinni þegar KA/Þór fór í Úlfarsárdalinn og unnu þær óvænt. 13.umferð (4.réttir)
12.umferð (3 réttir)
11.umferð (3 réttir)
10.umferð (3 réttir)
9.umferð (2 réttir)
8.umferð (4 réttir)
7.umferð (2 réttir)
6.umferð (3 réttir)
5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.