
Handkastið Podcast (
Stymmi Klippari, Kiddi Bjé og Ási Friðriks gerðu landsleik Íslands gegn Króötum upp í Rapyd stúdíóinu. Lélegur varnarleikur og markvarsla í fyrri hálfleik kom okkur í erfiða stöðu. Óðinn Þór var frábær í leiknum. Gísli Þorgeir var allt í öllu sóknarlega án þess að skora mark í leiknum. Króatar skutu okkur í kaf utan af velli meðan við þurftum að hafa fyrir mörkunum okkar. Svíar bíða á sunnudaginn og sá leikur verður að vinnast. Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.