Svíar henta okkur talsvert betur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Janus Daði Smárason ((Kristinn Steinn Traustason)

Janus Daði Smárason segir það svíða mikið hversu Króatar skoruðu í 29-30 tapi íslenska landsliðsins á föstudaginn þegar hann hitti Handkastið í Malmö í gær.

Íslenska liðið mætir Svíþjóð í dag klukkan 17:00 og telur Janus Daði að sænska liðið henti okkur talsvert betur. ,,Þeir eru að spila eins bolta og við erum að spila. Þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um að spila góða vörn og við verðum að geta hlaupið með þeim allan tímann."

Michael Apelgren þjálfari sænska landsliðsins þjálfar einnig Janus Daða hjá Pick Szeged í Ungverjalandi en segir Janus að hann hafi ekkert verið að hvísla neinu að Snorra Steini með leikstíl hans. ,,Hann hefur fengið stuttan tíma til að undirbúa sænska liðið svo það er erfitt að koma heilli leikbók inn á þeim tíma en þeir eru að spila leikkerfi sem ég kannast við en það er það sem þjálfararnir okkar sjá alveg."

Janus segir að það séu líkindi með leikstíl sænska liðsins og félagsliðs hans í Ungverjalandi og segir að leikstíll Svía minni mikið á leiksstíl íslenska landsliðsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top