Danir komnir enn og aftur í undanúrslit
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Danmörk (Bo Amstrup /AFP)

Danir tryggðu sér sæti í undanúrslitum í fyrradag þegar þeir sigurðu Þjóðverja 31-26 á heimavelli í Herning.

Danir mæta Norðmönnum í lokaleik sínum í milliriðlinum í kvöld klukkan 19:30. Sá leikur gæti skipt máli hvort Danmörk endar í 1. eða 2. sæti riðilsins en það fer eftir úrslitum úr leik Þjóðverja og Frakka sem fer fram fyrr í dag.

Það er óhætt að segja að gengi Dana hafi verið lygilegt frá aldamótum en þetta er í 21.skipti sem Danir komast í undanúrslit á stórmóti síðan 2000.

Það er þó önnur þjóð sem skákar Dönum í velgengi á þessum árum en það eru Frakkar sem hafa komist 24 sinnum í undanúrslit á stórmóti.

Ísland eru einnig á lista en þeir hafa komist þrisvar sinnum í undanúrslit síðan 2000 en það var á EM í Svíþjóð 2002, Olympíuleikunum í Peking 2008 og Evrópumótinu í Austurríki 2010.

Listann má sjá hér að neðan en það var danski handbolta sérfræðingurinn Rasmus Boysen sem tók hann saman.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top