Danmörk (Bo Amstrup /AFP)
Danir tryggðu sér sæti í undanúrslitum í fyrradag þegar þeir sigurðu Þjóðverja 31-26 á heimavelli í Herning. Danir mæta Norðmönnum í lokaleik sínum í milliriðlinum í kvöld klukkan 19:30. Sá leikur gæti skipt máli hvort Danmörk endar í 1. eða 2. sæti riðilsins en það fer eftir úrslitum úr leik Þjóðverja og Frakka sem fer fram fyrr í dag. Það er óhætt að segja að gengi Dana hafi verið lygilegt frá aldamótum en þetta er í 21.skipti sem Danir komast í undanúrslit á stórmóti síðan 2000. Það er þó önnur þjóð sem skákar Dönum í velgengi á þessum árum en það eru Frakkar sem hafa komist 24 sinnum í undanúrslit á stórmóti. Ísland eru einnig á lista en þeir hafa komist þrisvar sinnum í undanúrslit síðan 2000 en það var á EM í Svíþjóð 2002, Olympíuleikunum í Peking 2008 og Evrópumótinu í Austurríki 2010. Listann má sjá hér að neðan en það var danski handbolta sérfræðingurinn Rasmus Boysen sem tók hann saman.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.