Sigvaldi Björn Guðjónsson (Julien Kammerer / DPPI via AFP)
Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur komið til móts við landsliðið í Herning í dag og mun vera til taks næstu daga. Það verður því hægt að kalla á hann ef eitthvað kemur uppá á morgun eða sunnudag. Ekki er um meiðsli að ræða í landsliðinu og er Sigvaldi því mættur til að vera til taks ef eitthvað skildi koma upp á í undirbúningi liðsins fyrir leikina um helgina. Ísland á leik við Danmörku í undanúrslitum á EM eins og alþjóð veit og hefst leikurinn á RÚV klukkan 19:30.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.