Skolphreinsun Ásgeirs send á Suðurlandsbrautina
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Morten Boe Linder (Skapti Hallgrímsson /Akureyri.net)

Í nýjasta þætti Handkastsins var farið í vikulegan dagskrálið þar sem Handkastið velur skitu vikunnar í boði Skolphreinsun Ásgeirs.

Það er með ólíkindum hvað Skolphreinsun Ásgeirs hefur gert vel í þessum lið undanfarin tvö ár því í undantekningartilfellum gengur þeim aðilum sem fá titilinn skita vikunnar betur í kjölfarið. HSÍ er mögulega eina undantekningin, en það er allt í vinnslu.

,,Nú er komið að því sem þjóðin hefur beðið eftir í viku, hvert ætlar Stymmi Klippari að senda Skolphreinsun Ásgeirs þessa vikuna?” sagði Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins er hann opnaði á umræðuna um skitu vikunnar og hélt áfram.

,,Þeir hafa skilað sínu eins og ég veit ekki hvað síðustu vikur. Þeir fóru til Halldórs Jóhanns þjálfara HK í síðustu viku og hvað gerðist í kjölfarið? Jú HK vann FH sem var þeirra fyrsti sigur í Olís-deildinni í hálft ár. Ég hélt að það verkefni væri yfirstíganlegt en þá mæta bræðurnir í Skolphreinsun Ásgeirs og sýna úr hverju þeir eru gerðir. En hvað nú?”

,,Ég ætla senda þá niður á Suðurlandsbraut. Vísir hafa verið að gera ágæta hluti varðandi handboltann og ég ætla passa að þeir haldi því áfram þrátt fyrir að körfuboltinn sé byrjaður og vonandi að þeir renni ekki á rassinn aftur eins og með ÍBV 2," sagði Stymmi klippari og hélt áfram að útskýra val sitt.

,,Vísir skrifuðu handboltafrétt um helgina þar sem þeir létu líta út eins og KA hafi farið til Eyja og hafi rúllað yfir sterku liði ÍBV en ekki unnið gömlu kempurnar í ÍBV 2."

,,KA gerði góða ferð til Eyja og komust í 8-liða úrslit en þeir voru vissulega ekki að vinna aðallið ÍBV heldur gömlu kempurnar í ÍBV 2.”

Fréttina á Vísi er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top