Sandra Erlings þjófótt á Ásvöllum
Egill Bjarni Friðjónsson)

Sandra Erlingsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Sandra Erlingsdóttir fór á kostum í lið ÍBV þegar liðið vann ótrúlega mikilvægan leik gegn bikarmeisturum Hauka í 5.umferð Olís-deildar kvenna í síðustu viku, 18-20.

Með sigrinum jafnaði ÍBV topplið Vals að stigum og eru nú með þremur stigum fleiri en Haukar sem spáð var í harðri baráttu við Val um deildarmeistaratitilinn.

Í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans var tekið fyrir frábært mark frá Söndru sem sýndi þar leikskilning sinn og stal boltanum á ótrúlegan hátt á miðjum vellinum og keyrði upp í hraðarupphlaup og skoraði framhjá Söru Sif Helgadóttur samherja sínum í íslenska landsliðinu.

Sandra skoraði sjö mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu.

Markið má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top