Eins og gamli pollurinn á malarvellinum í gamla daga
Eyjólfur Garðarsson)

Katrín Anna Ásmundsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)

Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar Valur og Fram mættust í Olís deild kvenna í síðustu viku.

Katrín Anna Ásmundsdóttir leikmaður Fram fór inn úr hægra horninu og kom boltanum fram hjá Hafdísi Renötudóttur í marki Vals og liðsfélaga hennar í íslenska landsliðinu en það dugði ekki til því boltinn stoppaði hreinlega á marklínunni.

Farið var yfir atvikið í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

,,Ég hef séð marga handboltaleiki í gegnum tíðina, en hafið þið séð þetta áður? Þetta er með hreinum ólíkindum. Þetta er eins og gamli pollurinn á malarvellinum í gamla daga," sagði Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar þegar hann lýsti atvikinu.

Sjón er sögu ríkari og þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top