wFæreyjar (Sævar Jónasson)
Kvennalið Færeyja tekur á móti Svartfjallalandi á heimavelli á laugardagskvöldið í þjóðarhöllinni við Tjarnir. Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum sérstaklega eftir sigur liðsins gegn Íslandi í Úlfarsárdalnum á miðvikudagskvöldið í 1.umferð undankeppni EM 2026. Þjóðarhöllin við Tjarnir í Færeyjum rúmar rúmlega 3.000 áhorfendur á handboltaleikjum. Í frétt Portal.fo segir að fyrir leik Íslands og Færeyja hafi rúmlega helmingur miðanna verið seldur en um leið og færeyska liðið vann Ísland hafi allt farið á hliðina í miðasölunni. Í kjölfarið hafi rúmlega 800 miðar selst og þegar Portal.fo greindi frá á fimmtudagskvöldið voru fáir miðar eftir á leik Færeyja og Svartfjallalands. ,,Þetta sýnir greinilega þann mikla áhuga sem vaknaði eftir sögulega sigurinn í Reykjavík," segir í frétt Portal.fo. Gert er ráð fyrir að þéttsetið verði á áhorfendapöllunum þegar flautað verður til leiks klukkan 18:00 á íslenskum tíma á laugardagskvöldið. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.