Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 8.umferð fari í Olís deild karla. Þór – Selfoss (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: Þór Nýliðaslagur ársins fyrir Norðan. Bæði liðin komu upp í deildina í vor og sannkallaður 4 stiga leikur. Þórsarar voru hrikalega slappir gegn HK í síðustu umferð meðan Selfyssingar töpuðu heima gegn FH. Algjör do or die leikur fyrir bæði lið um hvort þeirra ætlar sér að vera áfram í deild þeirra bestu. Ég spái að heimavöllurinn skili Þórs sigri í mjög jöfnum leik. Valur– ÍR (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: Valur Valur tapaði gegn KA í síðustu umferð með ÍR eru ennþá í leit að fyrsta sigrinum í deildinni á þessu tímabili. Hann kemur því miður ekki í þessum leik og Valsmenn munu klára þennan leik fagmannlega. FH – Haukar (Fimmtudagur 19:30) / Sigurvegari: Haukar Stórleikur umferðinnar í beinni útsendingu hjá Símanum. FH duttu óvænt út úr Evrópubikarnum um helgina meðan Haukar eru á toppi deildinnar með 6 sigurleiki í röð í deildinni. Þessir leikir eru alltaf jafnir og spennandi en ég held að Haukar muni vinna Hafnarfjarðarslaginn að þessu sinni. Coolbet býður 2 í stuðul á Haukasigur. Stjarnan – Afturelding (Föstudagur 19:00) / Sigurvegari: Afturelding Bæði lið töpuðu í síðustu umferð og hefur aðeins hægst á Aftureldingu eftir frábæra byrjun á mótinu. Stjarnan hafa átt upp og niður frammstöður og verða að endurheimta Hans Jörgen í þessum leik upp á breidd sóknarlega. Ég held þó að Afturelding komi í Garðabæinn á föstudaginn og vinni þennan leik. HK – Fram (Laugardagur 14:30) / Sigurvegari: Fram Liðin sem eru í baráttu um 8.sætið og síðasta sætið í úrslitakeppninni. HK hafa verið á frábæru run-i í deildinni og unnið 3 leiki í röð meðan Fram unnu kærkominn sigur á ÍR síðasta föstudag. Fyrir komu Viktors Sigurðssonar í Fram í vikunni ætlaði ég að spá HK 4.sigrinum í röð en eftir þessi félagskipti tel ég að Fram mun vinna þennan leik. Coolbet býður 1.80 í stuðul á Fram sigur. ÍBV– KA (Laugardagur 15.00) / Sigurvegari: ÍBV Landsbyggðaslagur af bestu gerð til að loka þessari umferð. Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð og horfa á þennan leik sem tækifæri á 2 stigum. Petar markvörður ÍBV meiddist í síðsta leik svo það mun mikið bæða á Morgan Goða ungum markverði ÍBV. Heimavöllurinn mun skila þessum sigri og ÍBV mun jafna KA að stigum eftir þessa umferð. 7.umferð (3 réttir) Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
6.umferð (2 réttir)
5.umferð (3.réttir)
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.