Árni Snær Þorvar Bjarmi dómari (Eyjólfur Garðarsson)
Dómaranefnd HSÍ heldur C-stigs dómaranámskeið í dag klukkan 16:00 í fundarsal ÍSÍ. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa starfað sem B-stigs dómarar síðastliðin tvö ár og vilja taka næsta skref í dómgæslu. Að loknu námskeiði og prófum samkvæmt EHF/IHF stöðlum, öðlast þátttakendur C-stigs réttindi og geta dæmt alla leiki. Í tilkynningunni frá HSÍ sem sambandið sendi frá sér í síðustu segir að dómaranefnd HSÍ áskilur sér rétt til að veita undanþágu þegar sérstakar aðstæður krefjast ef dómaraefni hefur ekki lokið B stigi. Skráning fer fram í gegnum netfangið hjá Ólafi Víði Ólafssyni starfsmanni HSÍ og yfirþjálfara HK í hlutastarfi. Tími: 16:00 - 22:00
Staðsetning: Fundarsalur ÍSÍ
Gjald: Enginn kostnaður
Lágmarksfjöldi: 8 manns
Skráning: Sendu tölvupóst á [email protected]

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.