Rakel Dögg Bragadóttir ((Kristinn Steinn Traustason)
 Kvennaliði Stjörnunnar vantar þjálfara eftir að félagið tilkynnti í gær að Patreki Jóhannessyni hefði verið sagt upp sem þjálfara liðsins eftir erfitt gengi í upphafi tímabils. Stjarnan er á botni Olís-deildar kvenna án stiga eftir sex umferðir og þá féll liðið úr leik í Powerade-bikarnum í vikunni eftir tap gegn FH sem leikur í Grill66-deildinni. Handkastið ákvað að búa til lista af nöfnum sem gætu verið mögulegir kandídatar að taka við liðinu. Það skal þó tekið fram að þetta er einungis til gamans gert og eingöngu laufléttar bollaleggingar. Rakel Dögg Bragadóttir Rakel Dögg þekkir félagið inn og út eftir að hafa verið leikmaður, fyrirliði og þjálfari liðsins, síðast árið 2022. Rakel hætti með Fram í vor og hefur verið án starfs síðan þá. Það ættu því að vera hæg heimatökin að taka upp tólið og hringja í Rakel. Halldór Stefán Haraldsson Halldór Stefán var þjálfari KA á síðasta tímabili en samningur hans var ekki endurnýjaður í vor. Halldór Stefán sóttist eftir starfi framkvæmdastjóra Stjörnunnar í sumar en fékk starfið ekki. Stýrði U20 ára kvenna landsliði Íslands í tveimur æfingaleikjum á dögunum og kítlar greinilega að koma í þjálfun. Hefur verið á bekknum hjá kvennaliði Selfoss í fjarveru Arnar Þrastarsonar. Arnar Daði Arnarsson Arnar Daði hefur verið aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Stjörnunnar síðustu tvö tímabil. Hann er bókstaflega hinumegin við tjaldið svo það væri fljótlegt og þægilegt að sækja hann yfir í hinn salinn. Hefur ekki þjálfað meistaraflokksbolta síðan hann sagði upp störfum hjá Gróttu árið 2022. Hefur þjálfað yngri flokka í fleiri fleiri ár, jafnt stelpur og stráka. Maksim Akbachev Maksim Akbachev hefur gert góða hluti sem þjálfari undanfarin ár. Var aðstoðarþjálfari hjá Haukum á allt þar til í sumar og hefur einnig starfað fyrir yngri landslið HSÍ. Er í dag aðstoðarþjálfari U20 ára karla landslið Íslands og hefur verið eftirsóttur af mörgum félögum. Kristinn Björgúlfsson Kristinn Björgúlfsson hefur víða komið við á ferlinum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann var á dögunum ráðinn sem U15 ára landsliðsþjálfari karla hjá HSÍ. Kristinn þjálfaði síðast karlalið ÍR í fullorðnisbolta árið 2021. Hann var svo aðstoðaþjálfari hjá Þór árið 2023. Hákon Bridde Hermannsson Hákon Bridde hefur komið víða við í þjálfun en starfar nú sem yngri flokka þjálfari hjá HK. Hefur stýrt kvennaflokkum hjá HK undanfarin ár með góðum árangri. Starfið á árunum 2018-2020 hjá Florø SK í Noregi og þjálfaði það bæði karla og kvennalið félagsins. Hefur blundað í honum að taka við meistaraflokksliði hér á Íslandi og nú er spurning hvort þetta sé tækifærið. Sverrir Eyjólfsson Sverrir Eyjólfsson er uppalinn Stjörnumaður og þekkir vel til hjá félaginu. Hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni síðast en hætti með þá árið 2024 eftir að hafa tryggt þeim sæti í Olís deild karla. Kom inn í Stjörnuna aftur í sumar og tók við 3.flokki kvenna sem var síðan felldur niður. Er í dag aðstoðarþjálfari 3.flokk karla hjá félaginu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.