Skýrist vonandi á næstu dögum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

wStjarnan (Sigurður Ástgeirsson)

Kvennalið Stjörnunnar er í þjálfaraleit þessa dagana eftir að Patreki Jóhannsyni var sagt upp störfum í síðustu viku.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir stýrði liðinu um helgina þegar liðið náði í sitt fyrsta stig í svekkjandi jafntefli gegn KA/Þór þar sem Stjarnan var 7 mörkum yfir í leiknum þegar vel var liðið á leikinn.

Handkastið heyrði í Vilhjálmi Halldórssyni framkvæmdastjóra Stjörnunnar og spurði hann út í leitina og hvernig þeim miðaði áfram. ,,Leitin er í fullum gangi og einhverjar viðræður hafa átt sér stað um framhaldið"

,,Eins og staðan er núna er lítið fréttaefni fyrir ykkur en vonandi skýrist þetta á næstu dögum" sagði Vilhjálmur í samtali við Handkastið í morgun.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 28
Scroll to Top