Þessi samvinna gekk ekki almennilega upp
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Patrekur Jóhannesson (Sævar Jónasson)

Patreki Jóhannssynni var sagt upp störfum sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í síðustu viku eftir sex töp í röð í Olís-deildinni auk taps gegn Grill66-deildarliði FH í bikarnum.

Rætt var um uppsögnina í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans á mánudagskvöldið þar sem Einar Ingi Hrafnsson og Vignir Stefánsson voru gestir Harðar Magnússonar.

Hörður spurði drengina, hvað hafi gerst hjá kvennaliði Stjörnunnar undir stjórn Patreks.

,,Hann virðist einhvernvegin ekki ná alveg nægilega vel til stelpnanna. Tímabilið í fyrra var heldur ekkert glæsilegt og það hefur byggst svolítið ofan á það. Hann nær ekki almennilega að byggja nægilega gott lið með þennan Stjörnuhóp. Hvers vegna? Það er erfitt að segja. Patti á stórkostlegan feril sem þjálfari, bæði erlendis og á Íslandi. Það er eitthvað við þessa samvinnu sem gekk ekki almennilega upp,” sagði Einar Ingi og Vignir tók undir þau orð og bætti við.

,,Mér fannst vanta alltaf einhvern neista, heilt yfir. Það var eins og þetta væri alltaf næstum því. Maður beið alltaf eftir að þessi fyrsti sigur kæmi en hann kom aldrei. Það vantaði eitthvað örlítið uppá, allan tímann,” sagði Vignir Stefánsson.

Umræðuna um Patrek Jóhannsson í Handboltahöllinni má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top