Xenia Smits (Franks Cilius / Ritzau Scanpix via AFP)
Markus Gaugisch þjálfari kvennalandsliðs Þýskalands hefur valið 17 leikmenn sem taka þátt á heimsmeistaramótinu sem hefst í lok mánaðarins. Fyrsti leikur Þýskalands sem leikur á heimavelli verður gegn íslenska landsliðinu í Porsche-Arena í Stuttgart miðvikudaginn 26. nóvember. Með þjóðunum í riðli eru einnig Úrúgvæ og Serbía. Þýska landsliðið kemur saman til fyrstu æfingar í Schaffhausen í Sviss mánudaginn 17. nóvember. Gera má ráð fyrir því að Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands tilkynni sinn lokahóp í vikunni ekkert hefur þó verið opinbert í þeim málum ennþá. Tíu af sautján leikmönnum þýska hópsins leika í heimalandinu þar af eru tveir leikmenn í toppliði Blomberg-Lippe sem Valur mætir í forkeppni Evrópudeildarinnar næstu helgi. Þýski hópurinn sem Markus Gaugissh valdi er eftirfarandi: Markverðir: Aðrir leikmenn:
Katharina Filter, Team Esbjerg
Sarah Wachter, Borussia Dortmund
Jenny Behrend, VfL Oldenburg
Nina Engel, HSG Bensheim/Auerbach Flames
Julia Maidhof, Ramnicu Valcea
Viola Leuchter, Odense Håndbold
Alina Grijseels, Borussia Dortmund
Annika Lott, Brest Bretagne
Mareike Thomaier, HSG Bensheim-Auerbach Flames
Xenia Smits, HB Metz
Emily Vogel, FTC (Ferencváros TC)
Aimée von Pereirn, København Håndbold
Nieke Kühne, HSG Blomberg-Lippe
Antje Döll, Sport-Union Neckarsulm
Alexia Hauf, HSG Blomberg-Lippe
Lisa Antl, Borussia Dortmund
Jolina Huhnstock, Buxtehuder SV

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.