Stymmi spáir í spilin: 8. umferð Olísdeildar kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 8.umferð fari í Olís deild kvenna.

Haukar– Valur (Miðvikudagur 18:00)  /  Sigurvegari: Valur

Stórleikur umferðinnar. Haukar unnu Val í fyrstu umferðinni og Valur ætlar sér án efa að hefna fyrir það. Gengi liðanna verið ólíkt undanfarið og Valur koma inn í þennan leik á mikilli siglingu. Frábært tækifæri fyrir Hauka til að koma sér aftur á beinu brautina en ég tel það muni ekki gerast og Valur fari með sigur af hólmi.

Selfoss– Fram (Föstudagur 18:00)  /  Sigurvegari: Fram

Bæði lið töpuðu í síðustu umferð og Selfoss tapaði virkilega illa gegn Val. Menn vilja stundum meina að ef maður ætlar að tapa þá er alveg eins gott að gera það almennilega og það gerðu Selfyssingar svo sannarlega. Fram mun fara á Selfoss og komast aftur á sigurbraut eftir tap gegn ÍBV á sunnudaginn.

ÍBV– KA/Þór (Laugardagur 14:00)  /  Sigurvegari: ÍBV

Landsbyggðarslagur af bestu gerði. Bæði lið byrjað tímabilið virkilega vel þó ÍBV hafi dottið óvænt út úr bikarkeppninni í 16 liða úrslitum. Það er alltaf erfitt að ferðast til Eyja þar sem ÍBV líður best og ég held það verði ekki breyting á því á laugardaginn og ÍBV vinni þennan leik með 3-4 mörkum.

ÍR– Stjarnan (Laugardagur 15:00)  /  Sigurvegari: ÍR

Stjarnan náði í sín fyrstu stig á laugardaginn með jafntefli gegn KA/Þór. ÍR er á mikilli siglingu og sitja í 2.sæti deildinnar ásamt ÍBV. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi náð í sín fyrstu stig í síðustu umferð verða þær að bíða lengur eftir næstu stigum. ÍR er virkilega vel mannað og vita hvar sínir styrkleikar liggja. Þetta verður þægilegur ÍR sigur á laugardaginn.

7.umferð (2 réttir)
6.umferð (3 réttir)
5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top