Sandra Erlingsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV, sem hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í upphafi tímabilsins átti ekki sínar bestu mínútur undir lok leiks Fram og ÍBV í 7.umferð Olís-deildar kvenna síðasta sunnudag. Sandra átti þá frekar mislukkað vítakast sem Ethel Gyða í marki Fram greip og kastaði síðan boltanum útaf í næstu sókn. Farið var yfir þessi atvik og meira til í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans. ,,Sandra var næstum því búin að klúðra leiknum fyrir ÍBV,” sagði Hörður Magnússon meðal annars.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.