Lovísa Thompson (Baldur Þorgilsson)
Valur heimsótti þýska liðið HSG Blomberg í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar en síðari leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda næstkomandi helgi. Þýsku stelpurnar voru aldrei í vandræðum og voru níu mörkum yfir í hálfleik og silgdu svo á endanum góðum sigri 37-24 á Val og nokkuð ljóst að brekkan er brött fyrir Valsstúlkur. Í liði Blomberg leika nokkrar Íslenskar stelpur, Andrea Jacobsen, Elín Rósa Magnúsdóttir og Díana Dögg Magnúdóttir. Atvkæðamest Íslendingana í Blomberg var Elín Rósa en hún skoraði fjögur mörk. Díana Dögg skoraði tvö mörk og Andrea Jakobsen náði ekki að koma sér á blað í dag. Atkvæðamest í liði Vals var Lovísa Thompsen en hún skoraði sex mörk. Thea Imani Sturludóttir kom á eftir Lovísu en Thea skoraði fjögur mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.