Valur í vondri stöðu í forkeppni Evrópudeildarinnar
Baldur Þorgilsson)

Lovísa Thompson (Baldur Þorgilsson)

Valur heimsótti þýska liðið HSG Blomberg í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar en síðari leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda næstkomandi helgi. Þýsku stelpurnar voru aldrei í vandræðum og voru níu mörkum yfir í hálfleik og silgdu svo á endanum góðum sigri 37-24 á Val og nokkuð ljóst að brekkan er brött fyrir Valsstúlkur.

Í liði Blomberg leika nokkrar Íslenskar stelpur, Andrea Jacobsen, Elín Rósa Magnúsdóttir og Díana Dögg Magnúdóttir. Atvkæðamest Íslendingana í Blomberg var Elín Rósa en hún skoraði fjögur mörk. Díana Dögg skoraði tvö mörk og Andrea Jakobsen náði ekki að koma sér á blað í dag.

Atkvæðamest í liði Vals var Lovísa Thompsen en hún skoraði sex mörk. Thea Imani Sturludóttir kom á eftir Lovísu en Thea skoraði fjögur mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top