Ási Friðriks og Óli Gúst heiðraðir fyrir leik FH og KA
(Kristinn Steinn Traustason)

Ásbjörn Friðriksson ((Kristinn Steinn Traustason)

FH og KA mætast í fyrsta leik 10.umferðar í Olís-deild karla á miðvikudagskvöldið næstkomandi. 

FH sem eru í 6.sæti deildarinnar með níu stig taka á móti spútnik liði deildarinnar hingað til, KA sem sitja í 3.sæti deildarinnar með tólf stig.

FH-ingar ætla að heiðra tvo leikmenn sem settu handboltaskóna á hilluna í sumar eftir farsælan feril en báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa spilað bæði með FH og KA á ferlinum. Um er að ræða þá Ásbjörn Friðriksson og Ólaf Gústafsson.

Ásbjörn er uppalinn hjá KA en lék nánast allan sinn meistaraflokksferil með FH og var spilandi aðstoðarþjálfari liðsins síðustu ár. Ólafur lék með FH á síðustu leiktíð en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann gekk í raðir FH fyrir síðasta tímabil eftir veru hjá KA undanfarin ár.

,,Ásbjörn Friðriksson og Ólafur Gústafsson verða heiðraðir fyrir leik. Sjáumst í stúkunni,” segir í tilkynningunni frá FH.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top