Fram með mikilvægan sigur á Haukum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Harpa María Friðgeirsdóttir ((Kristinn Steinn Traustason)

Fram tók á móti Haukum í fyrsta leik í 9.umferð Olís deildar kvenna í Úlfarsárdalnum í kvöld.

Leikurinn fór fram fyrr sökum þáttöku Hauka í evrópukeppninni en þær halda til Spánar í vikunni þar sem þeir eiga leik gegn Malaga um helgina.

Haukar byrjuðu leikinn betur og voru komnar þrem mörkum yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum en þá tóku Fram við sér og jöfnuðu leikinn. Jafnt var svo nánast á öllum tölum en undir lok fyrri hálfleiks tóku Fram frumkvæðið og leiddu 18-16 í hálfleik.

Í síðari hálfleik var aðeins minna um markaskor og varnir liðanna tóku við sér. Allt virtist stefna í þægilegan Fram sigur sem voru með þriggja marka forskot þegar lítið var eftir af leiknum en þá skoruðu Haukar fjögur mörk í röð og komust 25-26 yfir þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Haukar voru klaufar í vörninni í restina og fengu mikið af brottvísunum sem hleypti Fram inn í leikinn sem hafði að lokum tveggja marka sigur 31-29 og skilja Hauka eftir fyrir neðan sig í deildinni fyrir HM pásu í deildinni.

Ásdís Guðmundsdóttir var markahæst hjá Fram í kvöld með 9 mörk en hjá Haukum voru Embla Steindórsdóttir og Alexandra Líf Arnarsdóttir markahæstar með 8 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top