Samherji verður einn af helstu samstarfsaðilum HSÍ

IMG_3792 (

Handknattleikssamband Íslands og Samherji hf. hafa undirritað samstarfssamning þar sem Samherji kemur inn sem einn af helstu samstarfsaðilum landsliða HSÍ á komandi árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ sem send var á fjölmiðla nú rétt í þessu.

,,Samningurinn nær til landsliða karla og kvenna ásamt yngri landsliðum og felur í sér
stuðning við áframhaldandi uppbyggingu afreksstarfs og þróun handboltans á landsvísu. Í kjölfar samstarfsins mun merki Samherja birtast á keppnisbúningum íslenskra landsliða og í tengslum við verkefni þeirra erlendis og heima fyrir,"
segir enn fremur í tilkynningunni.

„Við erum mjög ánægð með að fá Samherja til samstarfs sem einn af okkar lykilaðilum. Sterkir og áreiðanlegir samstarfsaðilar skipta miklu máli í þeirri uppbyggingu sem fram undan er, bæði þegar kemur að afreksumhverfi og áframhaldandi eflingu handboltans um land allt,“ segir Jón Halldórsson, formaður HSÍ.

Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja hf., segir að það sé vel við hæfi að framleiðendur sjávarafurða styðji við bakið á öflugu íþróttafólki sem hámarki árangur sinn með hollu mataræði. Þar eigi góður og næringarríkur fiskur, eins og Besti bitinn af þorskinum, vísan stað.

„Íslenskur handbolti er órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni, rétt eins og fiskurinn. Við hjá Samherja erum afar stolt af því að verða einn af helstu samstarfsaðilum HSÍ og geta þannig stutt við íslensku landsliðin í handbolta,“ segir Baldvin Þorsteinsson.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top