Alex Unnar Hallgrímsson - Kristófer Tómas Gíslason (Fram)
Ungur og efnilegur leikmaður Fram í Olís-deild karla, Alex Unnar Hallgrímsson æfði á dögunum með Barcelona. Þetta má sjá á Instagram síðu föður hans, Hallgríms Jónassonar en Alex Unnar er yngri bróðir landsliðsmannsins og leikmanns Barcelona, Viktors Gísla Hallgrímssonar. Alex Unnar hefur spilað einn leik með Fram í Olís-deild karla í vetur en hann er fæddur árið 2008 og var hluti af íslenska yngri landsliðinu skipað leikmönnum fæddum 2008 og 2009 sem unnu til gullverðlauna á Ólympíuhátið æskunnar í sumar. Alex Unnar sem leikur sem vinstri hornamaður er næst markahæsti leikmaður Fram 2 í Grill66-deildinni með 47 mörk í níu leikjum en Fram 2 eru í 4.sæti Grill66-deildarinnar um þessar mundir. Hér að neðan má sjá mynd af Alexi Unnari á æfingu með unglingaliði Barcelona á dögunum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.