Jafntefli Vals gegn þýska toppliðinu dugði ekki til
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hafdís Renötudóttir (Baldur Þorgilsson)

Evrópubikarmeistarar Vals frá síðustu leiktíð komast ekki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir jafntefli liðsins gegn þýska liðinu, Blomberg-Lippe á heimavelli í dag, 22-22 en þýska liðið vann fyrri leikinn sannfærandi með þrettán marka mun 24-37.

Einvígið fór því 46-59 fyrir Íslendingaliðinu Blomberg-Lippe en með liðinu leika íslensku landsliðsstelpurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir. Þær leika því í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

Blomberg Lippe var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14 en Valsstelpur sýndu frábæran karakter í seinni hálfleik og jöfnuðu metin í stöðunni 16-16. Þjóðverjarnir voru alltaf skrefi á undan en Mariam Eradze skoraði síðasta mark leiksins rétt fyrir leikslok. Valsstelpur fengu tækifæri til að vinna leikinn en misstu boltann í lokasókn sinni.

Blomberg-Lippe fór upp í sókn en Hafdís Renötudóttir varði í tvígang en hún var frábær í leiknum og varði 17 skot í markinu.

Thea Imani Sturludóttir var markahæst í liði Vals með sex mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði fimm. Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blomberg-Lippe og Díana Dögg Magnúsdóttir eitt. Andrea Jacobsen er að glíma við meiðsli og lék því hvorugan leikinn.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top