Þór og töpuðu stigin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Oddur Gretarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Þór Akureyri og Afturelding gerðu 23-23 jafntefli í Olís deild karla síðastliðinn föstudag fyrir norðan.

Strákarnir í Handkastinu gerðu þennan leik upp í þætti sínum á mánudaginn og þar hafði Styrmir Sigurðsson annar þáttastjórnenda Handkastins áhyggjur af því hversu illa Þórsurum gengi að klára leikina sína.

,,Þeir eru búnir að klúðra tveim leikjum fyrir norðan núna þar sem þeir missa leikina niður í jafntefli" sagði Styrmir og vísaði þar til þess að Oddur Gretarsson klúðraði víti þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum við Aftureldingum þar sem hann hafði tækifæri á að koma þeim 2 mörkum yfir og síðan leik gegn Stjörnunni fyrr í vetur þar sem þeir fengu tækifæri á að vinna í lokasókn leiksins.

,,Þetta er svo dýrt fyrir nýliða að verða af þessum tveim stigum og þetta væri svo allt annað dæmi fyrir þá í deildinni" bætti Styrmir við.

Ásgeir Jónsson tók undir með Styrmi að Þór yrði að gera betur undir lok leikja og setti spurningamerki við loksókn Þórs í leiknum. "Lokasókn Þórs endaði með undirhandarskoti frá Hafþóri í contact, ég meina come on guys, ég trúi ekki að það hafi verið uppleggið og þeir verða að skrepa á því því tækifærið var svo sannarlega til staðar að taka bæði stigin."

Stórleikur fer fram í Olís-deild karla í kvöld fyrir norðan þegar KA og Þór mætast í nágrannaslag í KA-heimilinu klukkan 19:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top