Íslensku landsliðstreyjurnar loks komnar í sölu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Frank Hoermann/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Loksins loksins hugsa eflaust einhverjir þegar þeir lesa fyrirsögnina. Hvar eru nýju landsliðsstreyjurnar til sölu? er orðin dagleg spurning sem við í Handkastinu höfum fengið frá hlustendum og lesendum Handkastsins.

Rúmlega vika er í fyrsta leik stelpnanna okkar á heimsmeistaramótinu og því ekki seinna vænna að segja frá því að nýju landsliðstreyjurnar eru komnar í sölu.

Hægt er að kaupa treyjuna á vef Boltamannsins en það var Vísir sem greindi fyrst frá. Fullorðinstreyja kostar þar 16.990 og barnatreyjan er á 14.990 og á síðunni segir að áætlaður afhendingartími sé næsta mánudag. 

Það fór ekki lítið fyrir því þegar Jón Halldórsson formaður handknattleikssambandsins kynnti breytta ásýnd sambandsins í sumar en lítið þokast þó í breytingum á einhverju sem fólk myndi telja að væri hvað mikilvægast. Hvað þá í þeim hallarekstri sem HSÍ er í. Margir vilja meina að sala á landsliðstreyjunum gæti verið einhver mesta tekjulind sambandsins, en hvað vitum við.

Nú er hinsvegar ljóst að Boltamaðurinn gæti grætt vel á nýju landsliðstreyjunum því áhuginn á íslenska karla landsliðinu á hverju ári þegar liðið fer á stórmót árlega í janúar er ævintýralegur.

Heimsmeistaramót kvenna hefst í næstu viku þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur leik gegn Þýskalandi á miðvikudaginn. HSÍ gerði samning við Adidas á síðasta ári og lék bæði karla og kvennalandslið Íslands í nýju Adidas treyjum á síðustu stórmótum sínum. Þær treyjur fóru þó hinsvegar aldrei í almenna sölu og var mikil óánægja með það enda fjölmargir íslenskir stuðningsmenn sem fylgdu íslensku landsliðunum á síðustu stórmót sem gátu ekki keypt sér nýju Adidas landsliðstreyjurnar. 

Nú getur fólk hinsvegar tekið upp veskið og keypt sér glænýjar landsliðstreyjur en HSÍ ákvað fyrr á þessu ári að skipta út treyjunum sem landsliðin léku í, á síðasta stórmóti og ákvað að fara í nýjustu íþróttalínu Adidas.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top