Ótrúlegar senur í toppslagnum er ÍR vann óvæntan sigur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

wÍR (Sævar Jónasson)

Ein óvæntustu úrslit í efstu deild kvenna á Íslandi í fleiri fleiri ár áttu sér stað í síðustu viku þegar Íslands, deildar og Evrópubikarmeistarar Vals töpuðu á heimavelli gegn ÍR en þetta var fyrsti sigur ÍR á Val í keppnisleik í fleiri áratugi.

Valur vann fyrri leik liðanna í upphafi tímabils með 14 markamun og í úrslitakeppninni í fyrra vann Valur leik liðanna til að mynda 33-12. Margt hefur þó breyst síðan þá en þjálfaraskipti hafa orðið á liðunum en þrátt fyrir það bjuggust flestir við sannfærandi sigri Vals í leiknum í síðustu viku. 

Annað kom á daginn og vann ÍR ótrúlegan eins marks sigur þar sem Þórey Anna Ásgeirsdóttir átti skot í markrammann sekúndu fyrir leikslok þar sem hún gat jafnað metin.

Mikið gerðist á lokamínútum leiksins þar á meðal fór Valur í maður á mann vörn þar sem þær unnu boltann og Thea Imani jafnaði metin. Hún fékk svo í kjölfarið rautt spjald fyrir að hlaupa fyrir sendingu frá markmanni ÍR á miðjuna. Þar af leiðandi fékk ÍR vítakast sem þær skoruðu sigurmarkið úr. 

Í Handboltahöllini sem sýnd er öll mánudagskvöld var farið yfir dramatíkina í Valshöllinni í leiknum þar sem atvikin voru sýnd og rýnt í ákvarðanir dómarana á síðustu sekúndum leiksins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top