Hans fyrstu leikir í Olís-deildinni hafa verið stórkostlegir
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Darri Sigurgeirsson (Sævar Jónasson)

Ómar Darri Sigurgeirsson stórskytta í liði FH í Olís-deild karla skoraði átta mörk í sannfærandi sigri FH gegn KA á heimavelli í 10.umferð Olís-deildar karla í síðustu umferð. FH mætir ÍR í fyrsta leik 11.umferðar deildarinnar í kvöld í Skógarselinu.

Frammistaða Ómars Darra sem er fæddur árið 2008 og er að leika sitt fyrsta alvöru tímabil í Olís-deildinni var tekin fyrir í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans á mánudagskvöldið. 

Þar voru sýnd frábær mörk Ómars í leiknum sem átti stórleik.

,,Hann hefur tekið risaskref. Maður hefur séð og vitað af þessum leikmanni í yngri flokkum síðustu ár, tveggja metra strákur að hann væri að koma upp en að hann skuli koma af svona miklum krafti inn í Olís-deildina og inn í FH-liðið, maður bjóst ekki við því,” sagði Einar Ingi Hrafnsson í Handboltahöllinni.

Þar benti hann á að Einar Örn Sindrason hafi meiðst snemma á tímabilinu og Ómar Darri hafi neyðst til að stíga upp. Ómar Darri var í hóp hjá FH-liðinu á síðustu leiktíð án þess þó að vera í hlutverki en hlutverkið hefur aukist til muna á þessu tímabili.

,,Hans haust og hans fyrstu tíu leikir í Olís-deildinni hafa verið stórkostlegir,” bætti Einar Ingi við.

Umræðuna og mörkin frá Ómari Darra má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top