Þessi frammistaða verður seint toppuð á þessu tímabili
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Garðar Ingi Sindrason (J.L.Long)

Jón Bjarni Ólafsson, Símon Michael Guðjónsson, Garðar Ingi Sindrason og Ómar Darri Sigurgeirsson leikmenn FH fóru á kostum í sannfærandi sigri FH gegn KA á heimavelli í 10.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku.

Samtals skoruðu þessir fjórir leikmenn, 35 mörk af þeim 45 mörkum sem FH skoraði í leiknum í 45-32 sigri liðsins.

En það er ekki bara það að þessir fjórir leikmenn hafi skorað þessi 35 mörk FH-liðsins heldur til að gera góða sögu enn betri þá þurftu þeir ekki nema 39 skot til þess sem gerir það að verkum að þeir voru með 90% skotnýtingu í leiknum.

,,Þessi frammistaða verður seint toppuð á þessu tímabili,” sagði Einar Ingi Hrafnsson í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi yfir þessari tölfræði.

Garðar Ingi Sindrason skoraði til að mynda 13 mörk úr 13 skotum og átti tíu stoðsendingar. Tölfræði sem leikstjórnandi í körfubolta yrði líklega ánægður með hjá sér.

Umræðuna um leik Garðars Inga og Jóns Bjarna í leiknum gegn KA má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top