Gyða Kristín framlengir við FH
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gyða Kristín Ásgeirsdóttir - wFH (Brynja T.)

Hægri hornamaðurinn í liði FH í Grill66-deild kvenna, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir hefur framlengt samning sinn við FH til loka tímabils 2028. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Gyða Kristín sem er uppalin í FH hefur undanfarin ár verið í yngri landsliðum Íslands. 

,,Hún er virkilega efnilegur leikmaður sem við hlökkum til að sjá halda áfram að blómstra í FH-treyjunni næstu árin,” segir í tilkynningunni frá FH.

Gyða Kristín hefur skorað 27 mörk í níu leikjum fyrir FH í Grill66-deildinni í vetur en liðið situr í 4.sæti deildarinnar og er auk þess komið í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins þar sem liðið mætir Val.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top