Úrúgvæ - Ísland (THOMAS KIENZLE / AFP)
Átta leikir fóru fram á heimsmeistaramóti kvenna í dag þegar riðlakeppnin í riðli C og D kláraðist. Óvæntustu úrslit dagsins var án efa sigur Spánar gegn Svartfjallandi 31-26 en spænsku stelpurnar töpuðu óvænt gegn þeim færeysku í síðustu umferð. Færeyjar unnu sinn annan sigur á mótinu er liðið vann ellefu marka sigur á Paragvæ 36-25 í sama riðli. Svartfjallaland, Spánn og Færeyjar fara því öll áfram með jafn mörg stig í milliriðill með Íslandi sem hefst á þriðjudag. Pólland vann þriggja marka sigur á Túnis 29-26 en Frakkland vann Kína 47-21 í sama riðli. Austurríki vann Argentínu með fjórum mörkum 27-23 en Holland vann Egyptaland í sama riðli með 22ja marka mun, 15-37. Í sama riðli og Ísland leikur í, vann Þýskaland ellefu marka sigur á Serbíu 31-20. Úrslit dagsins:
Færeyjar - Paragvæ 36-25
Ísland - Úrúgvæ 33-19
Pólland - Túnis 29-26
Austurríki - Argentína 27-23
Kína - Frakkland 21-47
Þýskaland - Serbía 31-20
Svartfjallaland - Spánn 26-31
Egyptaland - Holland 15-37

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.