Vonaðist eftir því að Ágúst Elí væri búinn að finna sér lið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Elí Björgvinsson (Álaborg)

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karla landsliðsins valdi í gær 35 manna lista leikmanna sem eru löglegir með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem framundan er í janúar á næsta ári. 

Fimm markverðir eru á listanum, þar af þrír markverðir úr Olís-deildinni. Ágúst Elí Björgvinsson var einn af þremur markvörðum í síðasta landsliðsverkefni en í kjölfarið rifti hann samningi sínum við danska félagið Ribe-Esbjerg og er félagslaus um þessar mundir. 

Snorri Steinn sagðist ekki hafa getað valið Ágúst Elí á listann á þessum forsendum og ákvað því að leita í aðra markverði. Hann segir það auðvitað svekkjandi að sjá í hvaða stöðu Ágúst Elí er í, um þessar mundir.

,,Það er svekkelsi, aðallega fyrir hann sjálfan. Ég var í samtali við hann og vissi hvað hann væri að hugsa. Ég gerði mér vonir um að hann myndi finna sér lið en síðan hefur það ekki orðið raunin og mér fannst ég ekki getað valið hann á listann meðan hann er enn félagslaus og hefur lítið spilað á tímabilinu.”

Sjáðu 35 manna listann hér.

Einn af þeim markvörðum sem er á listanum er hinn, 36 ára Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka sem lagði handkoltaskóna á hilluna eftir síðasta tímabil en kom svo til baka aftur í Hauka rétt fyrir tímabilið vegna meiðsla Vilius Rasimas. Aron Rafn hefur verið einn af betri markvörðum Olís-deildarinnar í vetur.

,,Ég átti samtal við hann og hann var líka á listanum í fyrra og ég átti í raun samtal við alla þá leikmenn sem ég er alla jafna ekki í miklu sambandi við. Ég heyri auðvitað í þessum leikmönnum þar sem þeir hafa líka val um það hvort þeir gefi kost á sér,” sagði Snorri Steinn aðspurður hvort valið hafi komið Aroni Rafn mikið á óvart eins og öðrum, þegar hópurinn var tilkynntur.

,,Pælingin með Aron Rafn er að hann hefur spilað vel, hann þekkir þetta og hefur farið á stórmót. Hann er fyrrverandi landsliðsmaður eða núverandi landsliðsmaður, það fer eftir því hvernig menn líta á þetta. Maður veit aldrei hvaða aðstæður koma upp á svona móti. Einar Baldvin og Ísak hafa ekki mikla reynslu svo ég ákvað að hafa hann með til taks ef einhverjar aðstæður myndu skapast sem mér þætti mikilvægt að fá leikmann inn með mikla reynslu,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Handkastið að lokum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top