Jana Mittún (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það er erfitt að koma því í orð hvað gerðist á loka mínútu leiks Færeyja og Serba í milliriðlinum á heimsmeistaramóti kvenna í gær er Færeyjar náðu í sögulegt stig sem var það fyrsta í sögu þjóðarinnar í milliriðli. Á sama tíma er hægt að tala um óskiljanlegt klúður Serba og þá sérstaklega Jovönu Jovovic leikmanns Serbíu sem hefði getað komið Serbum tveimur mörkum yfir þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. ,,Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvað er Jovana Jovovic að spá?“ sagði Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum af mikilli fagmennsku í beinni á RÚV í gær. Færeyjar og Ísland mætast í lokaleik sínum í milliriðlinum annað kvöld klukkan 19:30 en leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á RÚV. Hægt er að sjá síðustu sekúndur leiksins hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.