Guðjón Valur og Arnór Þór skildu jafnir
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Guðjón Valur Sigurðsson ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þrír leikir fóru fram í 14.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar bæði gær og í dag en það var sannkallaður Íslendingaslagur milli Guðjóns Vals og Arnórs Þórs er þeir mættust í dag.

Byrjum á gærdeginum þegar tveir leikir áttu sér stað 

Fyrri leikur dagsins fór fram þegar Lemgo tók á móti Flensburg. Lemgo byrjuðu leikinn með mikla yfirburði og byggðu snemma upp forskot með góðum sóknar og varnarleik. Liðin gengu til búningsklefa þegar staðan var 18-12 Lemgo í vil. Í seinni hálfleik sóttu Flensburg hart að Lemgo en Lemgo misstu aldrei tökin. Flensburg minnkaði muninn hægt og rólega en forysta Lemgo var of mikil og náðu þeir ekki að ná yfirtökunum. Lokatölur urðu 34-33 sigur Lemgo. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Simon Pytlick með 9 mörk og 3 stoðsendingar.

Seinni leikur gærdagsins fór fram í Porche-Arena þegar að Stuttgart buðu Wetzlar í heimsókn. Leikurinn byrjaði afar jafn og skiptust liðin á að skora sitt á hvað. En Stuttgart hafði yfirhöndina fyrir hálfleik þar sem þeir gengu með tveggja marka forskot til búningsherbergja 16-14. Leikurinn þróaðist eins í seinni hálfleik þar sem Stuttgart hafði aðeins meiri yfirburði og unnu þeir loks þriggja marka sigur 30-27. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Lion Zacharias með 11 mörk úr 11 skotum í liði Wetzlar. 

Eini leikur dagsins fór fram í Schwalbe Arena þegar Gummersbach tók á móti Bergischer. Bergischer byrjaði leikinn af miklu krafti og voru þeir búnir að mynda sér fjögurra marka  forskot þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í seinni hálfleik komu Gummersbach til baka og voru komnir einu marki yfir þegar 10 mínútur voru eftir. Síðustu mínútur leiksins voru járn í járn og skiptust liði á að skora. Bergischer skoraði til að jafna leikinn 29-29 þegar 15 sekúndur voru eftir og urðu það lokatölur leiksins. Elliði Snær skoraði 8 mörk í leiknum og Teitur Örn komst ekki á blað. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Soren Steinhaus í liði Bergischer með 10 mörk og 5 stoðsendingar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top