Misjafnt gengi Íslendinganna á Norðurlöndunum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kristján Örn Kristjánsson (Kristinn Steinn Traustason)

Íslendingarnir voru í eldlínunni á Norðurðlöndunum í dag í þremur leikjum. Í Svíþjóð var Birgir Steinn Jónsson í eldlínunni með Savehof sem heimsótti Hallby heim.

Hallby er í neðri hluta deildarinnar á meðan Savehof er um miðja deild. Hallby var með forystu nánast allan fyrri hálfleikinn og náðu mest fjögurra marka forystu. Savehof jöfnuðu metin í seinni hálfleik og komust í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 27-28 en lokatölur, 31-31 þar sem Savehof skoraði síðasta mark leiksins.

Birgir Steinn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Savehof í leiknum sem eru í 6.sæti deildarinnar með 15 stig, sjö stigum á eftir Malmö sem er á toppi deildinnar.

Í Danmörku voru tvo Íslendingalið í eldlínunni. Kristján Örn Kristjánsson, Donni og félagar í Skanderborg unnu botnliði Grindsted með tveimur mörkum 30-32 á útivelli en jafnt var í hálfleik. Jafnræði var með á liðunum nánast allan leikinn en Skanderborg reyndust sterkari aðilinn í lokin. Donni skoraði fimm mörk í leiknum úr níu skotum.

Loks tapaði Íslendingalið Ringsted gegn Fredericia á útivelli, 37-33 í botnbaráttuslag en bæði lið voru með níu stig í 11. og 12.sæti deildarinnar fyrir leikinn. 

Ísak Gústafsson skoraði fjögur mörk í sjö skotum fyrir Ringsted en Guðmundur Bragi Ástþórsson komst ekki á blað í leiknum. 

Þriðji og síðasti leikurinn í Danmörku í dag fór fram í Álaborg þegar Álaborg vann Nordsjælland með níu mörkum 39-30. Það var Patrick Andersson markahæstur í Álaborg með tíu mörk og Sander Sagosen kom næstur með sex mörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top