Óðinn Þór Ríkharðsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Óðinn Þór Ríkharðsson var í liði Kadetten þegar þeir sigruðu BSV Bern 31-30. Óðinn Þór var markahæstur á vellinum með 9 mörk úr 10 skotum en það var Ariel Pietrasik sem tryggði Kadetten sigurinn þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Kadetten eru í toppsæti deildinnar með fullt hús stiga. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barcelona unnu Cuenca í spænsku úrvalsdeildinni 42-22 í dag. Tölfræði úr leiknum lág ekki fyrir. Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica gerðu óvænt jafntefli í kvöld við FC Gaia í portúgölsku úrvalsdeildinni í handbolta 30-30. Benfica eru í 3.sæti deildinnar eftir leiki kvöldsins en FC Gaia eru í næst neðsta sæti deildinnar. Tölfræði úr leiknum lág ekki fyrir þegar þessi frétt var skrifuð.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.