Íslendingar erlendis – Óðinn Þór markahæstur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Óðinn Þór Ríkharðsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Óðinn Þór Ríkharðsson var í liði Kadetten þegar þeir sigruðu BSV Bern 31-30. Óðinn Þór var markahæstur á vellinum með 9 mörk úr 10 skotum en það var Ariel Pietrasik sem tryggði Kadetten sigurinn þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum.

Kadetten eru í toppsæti deildinnar með fullt hús stiga.

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Barcelona unnu Cuenca í spænsku úrvalsdeildinni 42-22 í dag. Tölfræði úr leiknum lág ekki fyrir.

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica gerðu óvænt jafntefli í kvöld við FC Gaia í portúgölsku úrvalsdeildinni í handbolta 30-30. Benfica eru í 3.sæti deildinnar eftir leiki kvöldsins en FC Gaia eru í næst neðsta sæti deildinnar.

Tölfræði úr leiknum lág ekki fyrir þegar þessi frétt var skrifuð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top