Stiven Tobar Valencia Ísland (Beautiful Sports / Orange Pictures / DPPI via AFP)
Stiven Tobar Valencia leikmaður Benfica í portúgölsku úrvalsdeildinni var markahæstur í sigri liðsins gegn Belone Moreira í gærkvöldi í níu marka sigri liðsins, 31-22. Stiven gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk í leiknum. Með sigrinum fór Benfica upp í 3.sæti deildarinnar en Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Benfica og Porto eru jöfn að stigum í 2. og 3.sæti með 38 stig, stigi á eftir Sporting sem á leik til góða. Á sama tíma í gærkvöldi vann ungverska liðið Veszprém tólf marka sigur á Tatabánya 39-27 eftir að hafa verið 22-13 yfir í hálfleik. Bjarki Már Elísson var ekki í leikmannahópi Veszprém í leiknum en hann og ranski landsliðsmaðurinn, Hugo Descat skiptast á að spila deildarleikina heimafyrir. Ádám Dopjera, Gasper Marguc og Ahmed Elsayed voru markahæstir allir með fimm mörk hver.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.