Guðmundur Bragi Ástþórsson (Eyjólfur Garðarsson)
Guðmundur Bragi Ástþórsson er í liði 17.umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir frammistöðu sína á sunnudaginn í sigri TMS Ringsted á Ribe-Esbjerg 31-27. Guðmundur Bragi Ástþórsson var frábær í liði gestanna og var stór ástæða fyrir því að þeir tóku stigin tvö með sér heim. Hann skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar. Um var að ræða lífsnauðsynlegan sigur fyrir TMS Ringsted en með sigrinum fór liðið upp í 12.sæti deildarinnar með 12 stig og er einungis einu stigi á eftir Fredericia og Ribe-Esbjerg. Með Guðmundi Braga í liði 17.umferðarinnar er fyrrum danski landsliðsmaðurinn, Michael Damgaard leikmaður HØJ Elite. Hér að neðan er hægt að sjá lið 17.umferðar í dönsku úrvalsdeildinni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.