Hassan Moustafa ((Claus Fisker / Ritzau Scanpix / AFP)
Hassan Moustafa var endurkjörinn forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF með miklum yfirburðum forsetakosningu sem fór fram í dag. Fjórir aðilar buðu sig fram sem forseta IHF en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem einhver býður sig fram á móti Moustafa. Egyptinn sem er 81 árs hefur verið forseti IHF í 25 ár og verður það áfram í það minnsta næstu fjögur árin. Rætt verður við Kristin Björgúlfsson stofnanda Leikmannasamtaka Íslands um kosninguna í nýjasta þætti Handkastsins sem tekinn verður upp í kvöld en Kristinn hefur miklar skoðanir um störf Hassan Moustafa hjá IHF. Hassan Moustafa fékk 129 atkvæði af 176 eða 73,3% í fyrstu umferð kjörsins sem haldið er í Kaíró í heimalandi hans. Slóveninn Franc Bobinac fékk 24 atkvæði eða 13,6%. Þjóðverjinn Gerd Butzek hlaut 20 atkvæði eða 11,4%. Tjark de Lange frá Hollandi fékk einungis þrjú atkvæði eða 1,7% atkvæða. Búist var við töluvert jafnari kosningu í fyrstu umferð. Ekki þurfti aðra umferð kosningarinnar vegna yfirburða Moustafa. Moustafa var ekki viðstaddur úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fór í Rotterdam í Hollandi fyrr í mánuðinum vegna anna í starfi.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.