Benni missir af bikarúrslitaleiknum í Noregi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Benedikt Gunnar Óskarsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Kolstad í Noregi getur ekki leikið með liðinu í bikarúrslitunum sem fara fram á sunnudaginn klukkan 13:00 þegar Kolstad og Runar mætast.

Benedikt varð fyrir því óhappi að handarbrotna í tapi Kolstad gegn Fjellhammer í lokaleik liðsins fyrir jólafrí. Fjellhammer vann leikinn óvænt með sex mörkum 31-25 en Fjellhammer er í 8.sæti deildarinnar á meðan Kolstad var á toppi deildarinnar fyrir leikinn.

Benedikt staðfesti í samtali við Handkastið að hann yrði ekki með í leiknum gegn Runar í dag en Benni fagnaði jólunum með fjölskyldu sinni hér á landi yfir jólin en er mættur aftur til Noregs og fylgist með samherjum sínum úr stúkunni í leiknum. Runar er í 3.sæti norsku deildarinnar en Kolstad sló út topplið Elverum í undanúrslitunum.

Benni sagði í samtali við Handkastið að hann yrði frá keppni í það næstu vikurnar en hann fari til handarsérfræðings rétt fyrir áramót og viti betur eftir þann hitting hversu lengi hann verði frá.

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sigurjón Guðmundsson leika með Kolstad.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 52
Scroll to Top