Meiðsla vandræði Melsungen halda áfram
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dainis Kristopanis (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Áfram halda meiðsla vandræði MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en nú síðast meiddist leikstjórnandinn, Amine Darmoul. Túnisbúinn, gekk undir hnéaðgerð undir lokárs og samkvæmt Sport Bild í Þýskalandi verður hann frá keppni þegar þýska deildin hefst aftur eftir Evrópumótið.

Þegar þýska úrvalsdeildin fór í HM pásuna fyrir ári síðan var Melsungen á toppi deildarinnar en nú er staðan hinsvegar allt önnur og ein af skýringunum er svakaleg meiðsla vandræði liðsins á tímabilinu það sem af er.

Nú er liðið í 8.sæti deildarinnar með 22 stig, 14 stigum á eftir topp liði deildarinnar, Magdeburg.

Þjálfari liðsins, Spánverjinn Roberto Parrondo segist vonast til að Darmoul snúi til baka eins snemma og hægt er en segir að engar áhættur verði þó teknar og leikmaðurinn fái sinn tíma til að jafna sig eftir aðgerðina.

Darmoul er langt frá því að vera eini leikmaður liðsins á meiðslalistanum. Frá því í sumar hefur Melsungen þurft að vera án spænska leikstjórnandans Eriks Balenciaga. Á sama tíma hefur Olle Forsell Schefvert einnig verið á meiðslalistanum.

Til að lýsa vandræðum liðsins þurfti aðstoðarþjálfarinn Isaias Guardiola enn og aftur að vera á leikskýrslu sem leikmaður liðsins í 33-28 sigri liðsins gegn Stuttgart í lokaumferðinni fyrir áramót. Það eitt og sér sýnir glögglega hversu slæm staðan er hjá liðinu.

Meiðsla staða liðsins hefur valdið því að hlutverk Reynis Þórs Stefánssonar hjá liðinu er töluvert stærra en menn bjuggust við. Reynir sem gekk í raðir Melsungen frá Íslands- og bikarmeisturum Fram í sumar er nýlega farinn að spila með liðinu eftir að hafa glímt við gollurshússbólgu. Hann skoraði þrjú mörk í sigrinum á Stuttgart og gaf þrjár stoðsendingar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 27
Scroll to Top