Verður Yanis Lenne með Frökkum á EM?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Yanis Lenne ((Photo by Jonathan NACKSTRAND / AFP)

Ungverska handknattleiksfélagið Veszprem sendi frá sér yfirlýsingu á heimasíðunni í dag varðandi mögulega þáttöku hjá Yanis Lenne leikmanni þeirra og franska landsliðsins.

Yanis meiddist á hné á dögunum í leik gegn Sporting í Meistaradeildinni. Síðan þá hafa meiðsli Yanis verið skoðun af læknum Veszprem, læknum franska landsliðsins og hlutlausum hnésérfæðingum. Öllum þessum læknum ber þó ekki saman um hvað skuli gera varðandi meiðsli en eins og gefur að skilja vilja Veszprem að leikmaðurinn hvíli meðan frönsku læknarnir telja hann nógu góðan til að taka þátt í Evrópumótinu í janúar.

Veszprem hefur takmarkaða möguleika í þessari stöðu gagnvart franska landsliðinu þar sem alþjóðlegar reglur segja að það sé undir læknateymi landsliðsins að ákveða með þáttöku leiksmanns þegar landsleikjagluggi er.

Yanis mun því ferðast með landsliðinu í æfingarbúðir í undirbúningi fyrir Evrópumótið í janúar en ákvörðun verður svo tekin með hann eftir þann tíma.

Það er augljóst hvað Ungverjarnir vilja gera með leikmann sinn og fara því þessa leið að gefa út þessa opinberu yfirlýsingu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 27
Scroll to Top