Leikmaður KA verður í eldlínunni á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Giorgi (Egill Bjarni Friðjónsson)

Giorgi Dikhaminjia hægri hornamaður í liði KA í Olís-deild karla verður í eldlínunni með Georgíu á EM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í janúar. Mótið hefst 15. janúar.

Giorgi gekk í raðir KA í sumar eftir veru sína í Póllandi en lið hans í Póllandi varð gjaldþrota.

Georgía er í riðli með Króatíu, Hollandi og Svíþjóð og gæti mætt Íslandi í milliriðli komist Georgíu uppúr sínum riðli. Þjálfari Georgíu er Íslandsvinurinn, Tite Kalandadze sem lék á sínum tíma bæði með ÍBV og Stjörnunni.

Georgía var í riðli með Íslandi í undankeppninni og endaði í 2.sæti riðilsins. Ísland endaði með fullt hús stga, 12 stig alls en Georgía var með sex stig. Grikkland endaði með fjögur stig og Bosnía tvö.

Georgíska landsliðið hóf undirbúning sinn strax eftir jólin og þar var KA-maðurinn mættur á æfingar og farinn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið áður en hann mætir aftur norður áður en Olís-deildin fer aftur af stað í byrjun febrúar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top