Ómar Ingi Magnússon (Andreas Gora / AFP)
Landsliðsfyrirliðinn, Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar þegar deildin hefur farið í EM pásu en næst verður leikið í deildinni 10. febrúar. Magdeburg er á toppi deildarinnar með 36 stig, fimm stigum meira en Flensburg og sex stigum meira en spútniklið Lemgo. Mathias Gidsel er markahæsti leikmaður deildarinnar en hann ber af með 185 mörk en næstur kemur Þjóðverjinn í liði Stuttgart, Kai Hafner með 151 mark. Ómar Ingi Magnússon hefur skorað 140 mörk og Elias Ellefsen a Skiptagotu hefur skorað 135 mörk. Haukur Þrastarson er næst markahæsti Íslendingurinn með 100 mörk og Viggó Kristjánsson leikmaður Erlangen hefur skorað 96 mörk en hann hefur misst af mörgum leikjum bæði vegna veikinda og meiðsla. Gísli Þorgeir Kristjánsson kemur næstur með 76 mörk og Blær Hinriksson hefur skorað 73 mörk á sínu fyrsta ári í þýsku úrvalsdeildinni en hann gekk í raðir Leipzig frá Aftureldingu í sumar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.