Íslenskur landsliðsmaður orðaður við lið Rúnars
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rúnar Sigtrygsson (Emily Diehl)

Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson er orðaður við Wetzlar en hann er í dag leikmaður Gummersbach.

Rúnar Sigtryggsson tók nýverið við liði Wetzlar sem er í mikilli botnbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni en liðið sárvantar örvhentan leikmann síðari hluta tímabilsins vegna meiðsla. 

Rúnar sagði í samtali við Handkastið á dögunum að liðið væri einungis með einn leikfæran örvhentan leikmann í leikmannahópi sínum og það væri nokkuð ljóst að liðið myndi reyna styrkja sig í janúar með örvhentum leikmanni.

Það er Hen Livgot sem segir frá á X síðu sinni að Teitur sé orðaður við Wetzlar. Hann segir áhuga Wetzlar vera mikinn og tilboð sé væntanlegt. 

Teitur gæti væri frábær lausn fyrir Wetzlar í sínum meiðslavandræðum þar sem Teitur getur bæði spilað sem hægri skytta og hægra horn auk þess að spila bakvörð varnarlega. Teitur var óvænt valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir EM sem hægri hornamaður og þá vill Snorri Steinn spila Teit sem bakvörð varnarlega til að geta hvílt Ómar Inga og Viggó varnarlega.

Wetzlar er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig, þremur stigum frá Minden sem eru í neðsta örugga sætinu í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar hefur stýrt Wetzlar í þremur leikjum en liðið vann Eisenach undir hans stjórn. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 48
Scroll to Top