Sigurður Jefferson valinn í bandaríska landsliðið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sigurður Jefferson (Sævar Jónasson)

Mark Ortega landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hefur valið 20 manna landsliðshóp sinn fyrir æfingaviku sem framundan er í Danmörku í byrjun janúar. Ortega var ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í sumar og tók hann við liðinu af Robert Hedin sem hætti með liðið fyrr á þessu ári.

Sigurður Jefferson Guarino leikmaður HK er í hópnum en hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir Bandaríkin í mars á þessu ári. Bandaríska landsliðið kemur saman 5. janúar og æfir til 14. janúar. Æfingarnar eru í samvinnu við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE.

Stærstu fréttirnar eru hinsvegar þær að fyrrum landsliðsmaður Svíþjóðar, Alfred Jönsson er í hópnum en hann lék siðast með sænska landsliðinu á HM 2021. Hann er í dag leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni. Hann hefur aldrei áður verið valinn í bandaríska landsliðið.

Á dögunum var það gefið út að bandaríska landsliðið mun þátt í æfingamóti í Danmörku í mars ásamt Danmörku, Noregi og Hollandi dagana 19. - 22. mars. Mótið fer fram í Kaupamannahöfn. Bandaríska landsliðið undirbýr sig af miklu afli fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles sumarið 2028.

Hér að neðan má sjá bandaríska hópinn sem valinn var:

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 29
Scroll to Top