Serbar verða án lykilmanna á EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Milos Kos (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Serbneska landsliðið hefur orðið fyrir áfalli fyrir Evrópumótið sem hefst 15. jaúnar því Milos Kos hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Serba vegna meiðsla.

Milos Kos er samherji Andra Más Rúnarsson og Viggós Kristjánssonar hjá Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni en hann var fenginn til félagsins í janúar í fyrra á sama tíma og félagið keypti Viggó Kristjánsson frá Leipzig. Voru þeir fengnir til að rétta úr slæmu gengi Erlangen á þeim tíma.

Kos hefur verið frá vegna meiðsla undanfarnar vikur en vonir stóðust til að hann yrði leikfær fyrir Evrópumótið. Nú er það hinsvegar orðið ljóst að svo verður ekki. Þetta eru ekki einu slæmu tíðindin úr herbúðum Serbíu því Marko Milosavljević leikmaður Ademar Leon á Spáni og Uroš Borzaš liðsfélagi Monsa í Alkaloid í Norður-Makedóníu eru einnig að glíma við meiðsli.

Serbar eru í A-riðli Evrópumótsins með Þýskalandi, Austurríki og Spáni í riðli. Fyrsti leikur liðsins á EM verður gegn Spáni, fimmtudaginn 15. janúar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 12
Scroll to Top